Jesús og 12 sporin
Þriðja sporið.
“ Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs. (Róm. 12:1)”.
Í þessari yfirlýsingu um þriðja skrefið hvetur hann okkur að lúta hans vilja. Hvernig getum við sett okkur í þá stöðu?
Hvers vegna ættum við að treysta á vilja Guðs? Guð elskar okkur og er heitasta þrá hans að halda okkur sterkum með von um góða heilsu, frið og velgengni.
Jesaja 53: "Refsingin sem færði okkur frið er á honum."
Kristur bar þá angist og sektarkennd sem fylgir synd og óhlýðni, og þegar við komum til hans í iðrun, getum við varpað byrði okkar á hann og fengið þennan frið í staðin fyrir sektarkenndina. Friðarsáttmálinn og hvíld trúarinnar halda okkur í friði í öllum stormum og raunum lífsins, eins og spörfugl falinn í fjallsgrýti hvílir á meðan stormurinn geisar.
Jesús fann þessa hvíld og var í friði jafnvel meðan á krossfestingu sinni og dauða stóð. Tökum Kólossubréfið 3:3 í trú ásamt Páli: "Því að þú ert dáinn og líf þitt er hulið með Kristi í Guði."
Við verðum að finna hvíld í arfleifðinni sem Kristur skildi eftir okkur á Golgata til þess að geta stigið upp og eignast hverja aðra arfleifð. Það er nauðsynlegt að kristinn maður finni hvíld í réttlætingu sinni, annars mun hann aldrei geta skilið eða notið upplifunar sem er æðri upplifuninni á Golgata, því hér finnum við hvíld Guðs.
Þegar við látum þrengingar, ótta og óvissu fá okkur til að bregðast við, með þeim afleiðingum að við leitum að lausn, sem endar með því að berjast gegn þeim, í stað þess að leita til Guðs. Þá hvílir Guð; En þegar við hvílum okkur og látum hann sjá um að finna lausn og leggja okkar baráttu i hans hendur, þá vinnur hann fyrir okkur.
Skordýr, fuglar og villt dýr lifa stöðugt í návist óvina sinna, en þau hvíla sig. Þannig að við trúum, getum við tryggt hvíld okkar. Kristur býr í okkur og við erum innsigluð með heilögum anda fyrir endurlausnardaginn (Efesusbréfið 4:30).
Samviska er vakandi trú okkur og meðvituð viðurkenning á því hvar vandræði okkar liggja, í okkur sjálfum eða í Kristi, sem ræður úrslitum: „Því að af orðum þínum muntu réttlætast og af orðum þínum muntu dæmdur verða. Mt 12:37. Aftur býður Drottinn okkur hvíld í öðru boðorði með fyrirheiti:
“Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin og ég mun veita yður hvíld” Matteusarguðspjall 11:28.
“ Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs"
Hagnýtar leiðir sem hjálpa okkur að halda okkur við vilja Guðs.
Hvernig vitum við að okkur er kleift að fylgja vilja Guðs?
Ef við höfum ekki haft gáfur eða visku hingað til, að gera það rétta, af hverju ætlum við að gera það nú?
Guð hefur lofað að gefa okkur gáfur og visku til að feta réttu leiðina
„Lögmál Drottins er fullkomið, umbreytir sálinni,“
Sálmur 19:7
Lögmálið hér, á við Orð Guðs, sem sagt, Lestur orðs Guðs umbreytir sál okkar, "Vitnisburður Drottins er öruggur, hann gerir hina einföldu vitra." Sálmur 19: 8.
Vitnisburður er eitthvað sem við heyrum í gegnum samskipti. Hér hvetur Orðið okkur til að hugleiða þær gjörðir Guðs , að verða fyrir því fyrir umbreytingu innra með okkur.
„Hjartað, sem er hreyfill lífsins, þarfnast innblásturs. Sömuleiðis krefjast fimm skilningarvit sálar okkar vitnisburði frá Orði Guðs til að gefa okkur líf. Þetta verður innblástur sálarinnar : meðvitund, minni, rök, tilfinningar og vilji. Orðs Guðs miðlar og uppfyllir þann tilgang.
Þegar skilningarvit sálar okkar fá að vera frammi fyrir Orði Guðs, með því að lesa eða hlusta á það, heldur það skynfærum okkar með réttri sýn og hvetur þau á Guðs vegum, því að Orðið er líf.
Hvernig sannreynum við frið Guðs?
Við öll sem höfum eldað mat vitum að ekki er unnt að vita hvort hann sé rétt eldaður, nema við brögðum á honum. Við getur ekki vitað hvort kjóll eða buxur passi á okkur nema við prófum þær. Á sama hátt getum við prófað Guð og loforð hans með því að gera þau hluta af lífi okkar.
Þriðja skrefið sem hvetur okkur til að lúta vilja hans leiðir okkur að orði hans og gildum. Lestur Ritninganna hjálpar okkur að vita hvort við lútum vilja hans og endurspeglar í okkar hjarta friðinn eða óróleikann sem fylgir því að fara út fyrir vegu hans og boðorð.