top of page

Jesús og 12 Sporin

Fyrsta sporið​

“Við viðurkenndum vanmátt okkar vegna aðskilnaðar frá Guði og að okkur var orðið um megn  að stjórna eigin lífi”.​​​ - Auðmýkt og hlýðni.

Annað sporið

“ Við fórum að trúa að máttur, æðri okkur sjálfum, gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju”.​ TRÚ 

 

Þriðja sporið.​

“ Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs. (Róm. 12:1)”.

fjórða sporið.​

“ Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskilí lífi okkar ”.

 

Fimmta sporið.​
“ Við viðurkenndum fyrir Guði, sjálfum okkur og annarri
manneskju nákvæmt eðli misgjörða okkar.​ Iðrun fyrir dauð verk.

Sjöta sporið.

“ Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina."

 

ÁTTUNDA sporið.

“ Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir þær"

NÍUNDA SPORIÐ

“ Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan."

​Tíunda sporið

" Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum við yfirsjónir okkar umsvifalaust."

 

Ellefta sporið

"Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann."

 

tólfta sporið

"Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi."

 

bottom of page